Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Þingnefndastarf í Laugardalnum í dag

08.10.2021

Þingnefndir framhaldsþings 75. Íþróttaþings ÍSÍ störfuðu í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal síðdegis í dag. Samkvæmt lögum ÍSÍ þá eru fjórar fimm manna þingnefndir kjörnar á Íþróttaþingi, þ.e. Fjárhagsnefnd, Allsherjarnefnd, Laganefnd og Afreksnefnd. Þingnefndirnar voru kjörnar á fyrri hluta þings sem fór fram sem fjarþing 7. maí sl.

Fjárhagsáætlun og nokkrar tillögur voru afgreiddar á fyrri hluta þingsins, sem fór fram 7. maí sl. og voru því ekki margar tillögur til umfjöllunar í nefndum.

  • Fjárhagsnefnd fjallaði um eina tillögu - Tillögu um breytingar á skiptingu tekna frá Íslenskri getspá.
  • Laganefndin fjallaði um tvær tillögur - Tillögu um breytingar á lögum ÍSÍ og tillögu um breytingu á þingsköpum ÍSÍ.
  • Allsherjarnefnd fjallaði um tvær tillögur  - Tillögu um skráningarmál í íþróttahreyfingunni og tillögu um skilgreiningu á rafíþróttum.
  • Afreksnefndin fjallaði um tillögu um Afreksstefnu ÍSÍ.

Öllum þingfulltrúum er heimilt að starfa með þingnefndunum. Töluverður fjöldi þingfulltrúa tóku þátt í starfinu í dag og voru umræður líflegar.

Á morgun kemur Íþróttaþing ÍSÍ saman í Gullhömrum í Grafarholti og fjallar um tillögurnar eins og þær koma út úr starfi nefndanna og afgreiðir. Við upphaf þings verða einnig heiðranir og tilnefning í Heiðurshöll ÍSÍ.

 

Myndir með frétt