Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Ársþing ÍBR fór fram 2. október

08.10.2021

50. ársþing Íþróttabandalags Reykjavíkur fór fram í Icelandair Hotel Reykjavík Natura 2. október sl. Til þings mættu 62 fulltrúar frá 26 aðildarfélögum bandalagsins. Fjölmargar tillögur voru teknar fyrir á þinginu og var umræða um þær lífleg.

Kosið var í stjórn bandalagsins og var Ingvar Sverrisson endurkjörinn formaður þess. Með honum í stjórn sitja Gígja Gunnarsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Viggó Viggósson, Guðrún Ósk Jakobsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir og Björn M. Björgvinsson. Í varastjórn sitja Haukur Þór Haraldsson og Brynjar Jóhannesson.

Á þinginu voru afhentir styrkir frá ÍBR og ÍTR til reykvískra Ólympíu- og Paralympicsfara. Um er að ræða Guðna Val Guðnason kringlukastara og Ásgeir Sigurgeirsson sem kepptu á Ólympíuleikunum í Tókýó og þær Thelmu Björgu Björnsdóttur og Örnu Sigríði Albertsdóttur sem kepptu á Paralympics. Fjórmenningarnir fengu 750.000 í sinn hlut.

Snorri Þorvaldsson og Sigríður Jónsdóttir hlutu Heiðursviðurkenningu ÍBR.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Andri Stefánsson starfandi framkvæmdastjóri, Gunnar Bragason, Úlfur H. Hróbjartsson og Viðar Garðarsson.

Nánar má lesa um þing ÍBR á heimasíðu bandalagsins og á upplýsingasíðu þingsins.

Myndir/ÍBR.

Myndir með frétt