Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Forvarnadagurinn 2021 kynntur

04.10.2021

Miðvikudaginn 6. október 2021 verður Forvarnardagurinn haldinn í  grunn- og framhaldsskólum landsins.

Í morgun fór fram fjölmiðlafundur í Dalskóla til að kynna Forvarnardaginn 2021. Skólastjóri Dalskóla Hildur Jóhannesdóttir bauð gesti velkomna, því næst tók við fundarstjórn Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, gat að þessu sinni ekki verið viðstaddur þar sem hann var í smitgát, en tók engu að síður þátt í gegnum fjarfundabúnað. Hann sló á létta strengi jafnframt því að tala um hversu kært þetta verkefni væri honum. Auk hans tóku til máls Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Alma D. Möller landlæknir og beindu sínu máli að fulltrúum nemenda sem sátu fundinn í morgun.

Í ár verður áhersla lögð á andlega líðan ungmenna. Samkvæmt rannsóknum eru margir þættir sem hafa þar áhrif, meðal annars notkun orkudrykkja, nikótínnotkun, of lítill svefn og fleira.

Alma Möller landlæknir ræddi á fundinum um mikilvægi svefns fyrir börn og ungmenni, en góður svefn hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið, vöxt, námsgetu og einbeitingu. Mikilvægt sé því að huga vel að því að ná góðum nætursvefni og ná þar jafnvægi, m.a. með því að sofna og vakna á sömu tímum alla vikuna.

Að erindum loknum var opnað fyrir umræður og boðið upp á léttar veitingar.

Hér má sjá síðu Forvarnardagsins

Myndir með frétt