Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Halldór endurkjörinn formaður STÍ

20.09.2021

Ársþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 18. september sl. Þrjátíu þingfulltrúar frá átta aðildarfélögum tóku þátt í þinginu sem var fjarþing að þessu sinni.

Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður sambandsins en með honum í stjórn eru Jórunn Harðardóttir, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Örn Jónsson og Helga Jóhannsdóttir. Í varastjórn eru Kjartan Friðriksson og Kristvin Ómar Jónsson.