Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Tilslakanir á samkomutakmörkunum

14.09.2021

Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti 15. september og gildir til og með 6. október nk., eru gerðar tilslakanir ásamkomutakmörkunum.

Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna: 

  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 200 í 500 manns.
  • Leyfilegur fjöldi iðkenda á íþróttaæfingum og keppnum hjá börnum og fullorðnum fer úr 200 í 500 manns.
  • Heimilt verður að hafa allt að 1.500 manns í hólfi í áhorfendastúkum að því gefnu að áhorfendur framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. Viðhafa þarf 1 metra nálægðarreglu nema þegar gestir eru sitjandi.
  • Þar sem hraðpróf eru ekki notuð er heimilt að hafa allt að 500 manns í hólfi. 
  • Skrá skal alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri og á viðburðum innanhúss ber áhorfendum að vera með grímur nema þar sem búið er að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. 

Frétt á vef heilbrigðisráðuneytis.
Reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi þann 15. september 2021.
Minnisblað sóttvarnalæknis frá 14. september 2021.