Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Þórður endurkjörinn formaður ÍF

13.09.2021

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 2. október.  Við þingsetningu var keppendum Íslands á Paralympics í Tókýó veitt bronsmerki ÍF. Það eru þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Patrekur Andrés Axelsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Arna Sigríður Albertsdóttir. 

Þórður Árni Hjaltested var endurkjörinn formaður sambandsins en með honum í stjórn sitja Jóhann Arnarson, Halldór Sævar Guðbergsson, K. Linda Kristinsdóttir og Þór Jónsson. Í varastjórn ÍF sitja Ásta Katrín Helgadóttir, Eva Hrund Gunnarsdóttir og Geir Sverrisson.

Íþróttasamband fatlaðra heiðraði fjóra einstaklinga við þinglok. Harpa Björnsdóttir formaður Íþróttafélagsins Ívars, Valgerður Hróðmarsdóttir meðlimur í boccianefnd ÍF og Matthildur Kristjánsdóttir fráfarandi meðlimur í stjórn ÍF voru sæmdar gullmerki ÍF og Jón Björn Ólafsson íþrótta- og fjölmiðlastjóri ÍF var sæmdur silfurmerki ÍF.

Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og sinnti einnig starfi þingforseta á þinginu.

Myndir/Hvatisport.is

Myndir með frétt