Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun allra stiga

10.09.2021

Haustfjarnám allra stiga í almennum hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 27. september næstkomandi.  Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar en sérgreinaþátt námsins sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ eða með sambærilegum hætti.  Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur.  Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.  Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námsgögn eru innifalin í því verði.  Gjaldið með námsgögnum á 2. stig er kr. 28.000.- og kr. 40.000.- á 3. stig.  Þjálfarar/nemendur sem koma frá Fyrirmyndarfélögum ÍSÍ fá 20% afslátt.  Rétt til þátttöku á 1. stig hafa allir sem lokið hafa grunnskóla.

Upplýsingar um skráningarform verða sendar út á næstu dögum.

Allar frekari upplýsingar um námið veitir Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 og/eða 863-1399 og á vidar@isi.is.

 

Svör frá nemendum um kosti námsins:

"Lærdómsríkt, skemmtilegt og nytsamlegt"

"Gott aðgengi að kennara og vel útskýrt námsefni"

"Faglegt og gott námsefni, þverfagleg nálgun á þjálfun og gott samband inn í íþróttagreinar"

"Vel skipulagt og skýr verkefnaviðmið og leiðsögn"

"Góðir kennarar og vel valið efni"

"Farið vel yfir langflesta þætti sem snúa að þjálfun"