Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Hjólað í skólann byrjar 6. september

03.09.2021

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Stúdentaráðs Háskóla Íslands munu standa fyrir sameiginlegu hjólaátaki nemenda HÍ dagana 6.-17 september sem kallast Hjólað í skólann.

Fyrirmyndin er árlegt átak ÍSÍ, Hjólað í vinnuna þar sem lögð er áhersla á virkan ferðamáta sem heilsusamlegan, umhverfisvænan og hagkvæman samgöngumáta. Enn fremur er átakinu og keppninni ætlað að styrkja jákvætt og heilbrigt félagslíf í Háskóla Íslands.

 

Hjólað í skólann er að auki liður í 6 átaksvikum sem Landspítalinn stendur að. Þar sem fólk er hvatt til að leita annarra leiða en að nota bílinn sem farartæki. Að átakinu standa auk ÍSÍ, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Reykjavíkurborg og Strætó. Átakinu er ætlað að vera vitundarvakning um kosti og ávinning vistvænna samgangna.

Sjá nánar um verkefnið HÉR

Facebook síða verkefnisins er HÉR