Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Róbert Ísak með Íslandsmet - Fyrsti keppnisdagur hjá Örnu Sigríði

31.08.2021

Róbert Ísak Jónsson sundmaður keppti  í úrslitum 200 metra fjórsunds í flokki SM14. Hann synti á 2:12,89 mínútum og stórbætti því eigið Íslandsmet frá því fyrr um daginn sem var 2;14,16 mínútur. Þetta skilaði honum sjötta sæti í úrslitunum. Róbert Ísak hefur þá lokið keppni á Ólympíumótinu. Hann getur verið mjög sáttur við sinn árangur, en hann varð sjötti í 100 metra flugsundi, tíundi í 100 metra bringusundi og sjötti í 200 metra fjórsundi í dag.

Arna Sigríður Albertsdóttir handahjólreiðakona keppti í tímatöku í flokki H1-3 í nótt á tímanum 48:22,33 mínútum og lauk því keppni í 11. sæti. Hún sagði hjólabrautina í Tókýó vera krefjandi með bröttum brekkum og kröppum beygjum sem reyndu vel á hjólreiðafólkið. Arna Sigríður keppir næst í götuhjólreiðum á morgun.

Myndir með frétt