Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Hvernig er hægt að efla félags- og tilfinningalega færni í gegnum íþróttir?

24.08.2021

Föstudaginn 27. ágúst kl. 12:00 heldur Dr. Daniel Gould fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík.

Daniel Gould er prófessor í íþróttasálfræði og yfirmaður rannsóknarseturs um barna og unglingaíþróttir við Michigan háskóla. Hann mun fjalla um hvernig hægt er að efla félags- og tilfinningalega færni ungmenna í gegnum íþróttastarf. Viðburðurinn er í anda Sýnum karakter og koma ÍSÍ og UMFÍ að honum ásamt Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn verður í stofu M105 og allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir. Einnig verður streymt frá fyrirlestrinum hér .