Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði

20.08.2021

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
  • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að jafnrétti í íþróttum.
  • Íþróttarannsókna.
  • Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.

Sami umsækjandi getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarflokki.

Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir kl. 15:00, 1. október 2021. Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 6992522.

ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að sækja um styrki úr sjóðnum vegna verkefna sem falla undir ofangreinda upptalningu.