Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Átakinu WeThe15 hrint af stað

19.08.2021

19. ágúst markar upphaf mannréttindaátaks sem miðar að því að enda mismunun í heimi íþrótta. Átakið nefnist WeThe15 sem vísar til þess að um 15% af íbúum á jörðinni eru fatlaðir, eða um 1,2 billjón manns. Markmiðið er að umbreyta lífi þessara 15 prósenta. Að átakinu standa International Paralympic Committee ásamt fjölda alþjóðasamtaka og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Íþróttasamband fatlaðra og Öryrkjabandalag Íslands eru í fararbroddi þessa átaks hér á landi.

Eftir Paralympics leikana í London 2012 varð mikil vitundarvakning meðal bresku þjóðarinnar um getu fatlaðra til þess að stunda íþróttir á afreksstigi, sem leiddi til þess að almenningur í Bretlandi setti samasem merki milli getu til íþrótta og þess að stunda vinnu sem og getu til að þess að lifa sem virkur þegn í samfélaginu. Ávinningur samfélaga við að nýta krafta fólks með fötlun er talsverður og mikilvægt að horfa til styrkleika frekar en veikleika.  Hlutfall fatlaðra í bresku atvinnulífi jókst markvert í kjölfar leikanna og atvinnurekendur leituðu eftir því að ráða fatlaða til vinnu. Í dag er talið eðlilegt að fatlaðir séu starfandi í almennum fyrirtækjum líkt og hver annar þegn í samfélaginu. Bretar tala um samfélagsbyltinguna, hvernig augu almennings opnuðust og fordómar í garð fatlaðra minnkuðu til muna.

Í aðdraganda Paralympics í Tókýó 2021 var ákveðið að fara í enn frekara átak og þá varð WeThe15 til.

ÍSÍ hvetur alla til að fylgjast vel með Paralympics sem byrja 24. ágúst og standa til 5. september, þar sem fatlað íþróttafólk tekur þátt í afreksíþróttum á jafningjagrundvelli. Vonandi hjálpa leikarnir í Tókýó, líkt og fyrri leikar, til við að breyta viðhorfi almennings til fatlaðra og getu þeirra til atvinnu, jafnréttis og virðingar í samfélaginu.

Fjólublár er litur átaksins og munu ýmsar byggingar verða baðaðar fjólubláu ljósi á meðan á átakinu stendur, þar á meðal Perlan.

Íslensku keppendurnir á Paralympics í Tókýó skörtuðu fjólubláum bolum í Tama, þar sem þau eru stödd við æfingar, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Hér er hlekkur á síðu ÍF:

https://hvatisport.is/?fbclid=IwAR2H4IgVlgUM5rn3W8jjUbF3xtDMhtkcfdtFxu4LDSl66qnAYSBi6yNF8HQ

Hér er hlekkur á alþjóðaátakið:

https://www.wethe15.org/

 

Myndir með frétt