Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Gildandi samkomutakmarkanir innanlands framlengdar

13.08.2021

 

Heilbrigðisráðherra ákvað, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja gildandi samkomutakmarkanir innanlands um tvær vikur, þ.e. til og með 27. ágúst. Er þetta gert með hliðsjón af fjölda smita í samfélaginu.

Engar breytingar eru því á áður settum takmörkunum á samkomum er lúta að íþróttastarfi næstu tvær vikurnar eða til og með 27. ágúst.

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 878/2021.

Reglugerð um breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 878/2021.