Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Borgin Maribor í Slóveníu verður gestgjafi EYOF 2023

10.08.2021

EOC og borgaryfirvöld í Maribor í Slóveníu hafa undirritað samning um að Maribor verði gestgjafi Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar, sem fyrirhugað er að fari fram dagana 23.-29. júlí árið 2023. Íþróttir eru hátt skrifaðar í Slóveníu og hefur afreksíþróttafólk þjóðarinnar unnið til margra verðlauna á stórmótum, meðal annars á bæði Sumar- og Vetrarólympíuleikum. Áætlað er að yfir 2.000 afreksíþróttafólk úr allri Evrópu, á aldrinum 14 til 18 ára keppi í Maribor í um það bil 12 íþróttagreinum.

Næsta Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður hins vegar haldin í Banská Bystrica í Slóvakíu á næsta ári. Sú hátíð átti að fara fram í ár en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.