Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Tókýó 2020 – Snæfríður Sól keppti í dag

28.07.2021

Snæfríður Sól keppti í 100 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíuleikunum í dag. Hún synti sundið af miklum krafti, sérstaklega seinustu 50 metrana, þar sem hún vann sig upp í 4. sætið upp úr því seinasta. Það nægði samt ekki til að koma henni áfram. Þrátt fyrir það þá bætti hún sitt persónulega met í dag, náði 56,15 sek. en fyrra persónulega met hennar var 56,32, þannig að bætingin var 17/100 úr sekúndu. Snæfríður Sól endaði í 34. Sæti af 52 keppendum. Til að komast upp úr riðlinum og vera þá á meðal 16 efstu hefði hún þurft að synda á 53,70 sek.

Íslenska sundfólkið okkar hefur þá lokið keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og munu öll halda heim á leið á föstudaginn.

Myndir með frétt