Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ólympíuleikarnir á RÚV

22.07.2021

Nú styttist heldur betur í setningu Ólympíuleikanna í Tókýó. Þeir verða settir á morgun, föstudaginn 23. júlí kl. 11:00 að íslenskum tíma og mun RÚV sýna beint frá setningarhátíðinni.

Þó að íþróttaviðburðirnir á leikunum verði án áhorfenda, sökum kórónaveirufaraldursins, þá verða áhangendur leikanna hér á Íslandi ekki í vandræðum með að fylgjast með.

RÚV mun sýna frá fjölda íþróttaviðburða Ólympíuleikanna og verða með rómaða sérfræðinga í settinu ásamt sínu margreynda og fróða íþróttafréttafólki. 

Á heimasíðu RÚV má finna yfirlit yfir þá viðburði sem sýndir verða frá leikunum og ÍSÍ hvetur alla áhugasama til að kynna sér hvað er í boði. Það ættu allir íþróttaunnendur að finna eitthvað við sitt hæfi í þeirri íþróttaveislu sem framundan er næstu vikurnar.

Smellið hér til að skoða yfirlit RÚV.