Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íslensku þátttakendurnir mæta til Tókýó

20.07.2021

Íslenski hópurinn hefur skilað sér smám saman til Tókýó. Aðalfararstjóri hópsins, Andri Stefánsson, kom til Tókýó föstudaginn 16. júlí, tók við vistarverum Íslands og hóf frekari undirbúning fyrir móttöku annarra þátttakenda.

Fyrsti íslenski keppandinn til að mæta í Ólympíuþorpið var sundkappinn Anton Sveinn McKee ásamt Alberti þjálfara sínum, á laugardeginum 17. júlí. Næsta dag mætti Ásgeir Sigurgeirsson, keppandi í skotfimi en hann verður einmitt fyrstur íslensku keppendanna til að hefja keppni á leikunum, laugardaginn 24. júlí. Hluti þátttakenda, þar á meðal Snæfríður Sól Jórunnardóttir, fóru beint til Tama City í útjaðri Tókýó sunnudaginn 18. júlí, þar sem þau munu dvelja fram að leikum við æfingar. Guðni Valur Guðnason, kringlukastari, mætti svo til Tama City mánudaginn 19. júlí, ásamt Pétri Guðmundssyni þjálfara og Pétri Einari Jónssyni sjúkraþjálfara.

Gestrisni heimamanna er mikil og fer vel um hópinn. Mikið er lagt í að fylgja sóttvörnum og er fylgst vel með hópnum. Daglega eru tekin sýni til að fylgjast með smitum. Að auki eru reglulegar hitamælingar og þátttakendur þurfa einnig að skila inn upplýsingum um heilsufar.

Myndir með frétt