Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Enn fjölgar í hópi keppenda á Paralympics í Tókýó

09.07.2021

Hlutirnir gerast hratt þessa dagana í hópi afrekíþróttafólks Íþróttasambands fatlaðra. Búið var að tilkynna þátttöku fjögurra keppenda á Paralympics hér á fréttasíðu ÍSÍ í júnímánuði og nú hafa tveir einstaklingar til viðbótar náð inn á leikana.

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson mun keppa í þremur greinum á Paralympics, það er 100 m flugsundi, 200 m fjórsundi og 100 m bringusundi og verður Róbert Ísak fyrstur Íslendinga af stað á mótinu. Hann hefur keppni á fyrsta keppnisdegi eða þann 25. ágúst, degi eftir setningarhátíð leikanna. Alþjóðahjólreiðasambandið tilkynnti svo nýverið að Arna Sigríður Albertsdóttir hafi hlotið boðssæti í handahjólreiðum og verður Arna Sigríður þar með fyrst íslenskra kvenna til að keppa í hjólreiðum á Paralympics.

Fyrir höfðu sundfólkið Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir og frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson tryggt sér þátttökurétt á leikunum.

Glæsilegur hópur sem verður spennandi að fylgjast með á Paralympics. ÍSÍ óskar þeim öllum til hamingju með þátttökuréttinn!