Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Á leið til Tókýó

18.06.2021

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) hefur valið þá fjóra einstaklinga sem verða fulltrúar Íslands á Paralympics í Tókýó í ágúst- og septembermánuði næstkomandi. Íslensku keppendurnir verða Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson frá FH sem taka þátt í frjálsíþróttum og Már Gunnarsson frá ÍRB og Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR sem keppa munu í sundi. Öll fjögur eru á meðal þeirra sem með árangri sínum áunnu Íslandi þessi fjögur sæti við leikana.

Enn er möguleiki á því að fleiri keppendur bætist við næstu vikurnar og því um að gera að fylgjast vel með fréttum frá ÍF. Paralympics leikarnir fara fram dagana 24. ágúst – 5. september nk. og verður spennandi að fylgjast með íslensku þátttakendunum í keppni á leikunum. ÍSÍ óskar þeim öllum alls góðs í lokaundirbúningi þeirra fyrir leikana.

Nánari upplýsingar er að finna í frétt frá Íþróttasambandi fatlaðra.

https://hvatisport.is/bergrun-patrekur-mar-og-thelma-fulltruar-islands-i-tokyo/?fbclid=IwAR3congTYKCp2fVXqGqAUMZS4d6ODJnIEPTPYrFv4LSGcBDMRdSA_HBzlaU