Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Upphitun fyrir Ólympíuleika

07.06.2021

Eftir óvissu síðustu mánaða þá stefnir í spennandi Ólympíuleika í Tókýó og um að gera að fara að „hita upp“.

Ólympíurásin (Olympic Channel) heldur úti hlaðvarpi þar sem finna má fjölmörg viðtöl við afreksíþróttafólk alls staðar úr heiminum. Viðtölin eru afar fjölbreytileg og gefa góða sýn inn í líf afreksíþróttafólks, drauma þeirra og markmið, áskoranir og hindranir. Vegurinn að árangri er ekki alltaf beinn og breiður. 

Áhugasamir geta fundið mikið efni á vefsíðu Ólympíurásarinnar og kynnst betur sínu uppáhalds íþróttafólki, flett upp í fróðlegri umfjöllun um fyrri leika, kíkt á keppnisdagskrá leikanna í Tókýó og skoðað prófíla helstu keppenda á leikunum.