Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
26

Bergrún endurkjörin formaður DSÍ

25.05.2021

Ársþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2021 var haldið 21. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Á þinginu var skýrsla stjórnar lögð fram, reikningar lagðir fram og samþykktir, sem og fjárhagsáætlun. Góðar og gagnlegar umræður sköpuðust svo um málefni dansíþróttahreyfingarinnar.

Valdimar Leó Friðriksson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var þingforseti. Hann ávarpaði einnig þingið fyrir hönd ÍSÍ. Ný stjórn var kjörin. Bergrún Stefánsdóttir, var endurkjörin sem formaður sambandsins. Magnús Ingólfsson var líka endurkjörinn, til tveggja ára í aðalstjórn. Kara Arngrímsdóttir og Ragnar Sverrisson voru kjörin til eins árs. Ólafur Már Hreinsson var kjörinn til tveggja ára . Varamennirnir Jóhann Gunnar Arnarson og Atli Már Sigurðsson voru kosnir til eins árs. Formaður þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum, Guðbirni Sverri Hreinsyni og Edgar Konráði Gapunay fyrir störf þeirra og færði þeim blóm fyrir vel unnin störf.

Myndir með frétt