Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
26

„Faglegt starf hefur aukist til muna í kjölfar vinnunnar við að verða Fyrirmyndarhérað”

20.05.2021

 

Héraðssamband Vestfirðinga fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði miðvikudaginn 19. maí síðastliðinn.  HSV hafði lengi unnið að því að fá þessa viðurkenningu og er handbók íþróttahéraðsins vel unnin í alla staði.  Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni HSV, Ásgerði Þorleifsdóttur viðurkenninguna.

„Með þeirri viðurkenningu sem fylgdi við að fá þessa nafnbót hefur faglegt starf og allir okkar ferlar, stefnur og áætlanir eflst til muna.  HSV þakkar ÍSÍ og starfsfólki fyrir alla aðstoð og stuðning í gegnum vinnuferlið.  HSV mun styðja aðildarfélög sín við að verða Fyrirmyndarfélög ÍSÍ í kjölfar þessarar viðurkenningar” sagði Bjarki Stefánsson framkvæmdastjóri HSV af þessu tilefni.

Á myndinni eru frá vinstri:  Bjarki Stefánsson, Ásgerður Þorleifsdóttir og Viðar Sigurjónsson.