Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
26

Ársþing HSV, íþróttaskólinn rómaður!

20.05.2021

 

Héraðssamband Vestfirðinga hélt ársþing sitt á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði miðvikudaginn 19. maí síðastliðinn.  Þingforseti var Jens Kristmannsson og stýrði hann þinginu af röggsemi.  Formaður HSV, Ásgerður Þorleifsdóttir flutti skýrslu stjórnar og gjaldkerinn Margrét Arnardóttir fór yfir reikninga sambandsins sem voru samþykktir samhljóða. 

Tveir aðilar gengu úr stjórn, þau Hildur Elísabet Pétursdóttir og Heimir Hansson og í þeirra stað voru kjörin þau Dagný Finnbjörnsdóttir og Anton Helgi Guðjónsson.  Auk þeirra eru í stjórn þau Ásgerður Þorleifsdóttir formaður, Baldur Ingi Jónasson og Margrét Arnardóttir.  Í varastjórn eru Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg, Hákon Hermannsson og Lára Ósk Pétursdóttir. 

Tillaga um skipan vinnuhóps um endurskoðun á Íþróttaskóla HSV var felld og í með því sýndi þingheimur í raun stuðning við Íþróttaskólann í núverandi mynd, þróun hans og stjórnun undangengin misseri.  Íþróttaskólinn hefur verið rómaður langt út fyrir íþróttahéraðið og þátttaka iðkenda í skólanum er afar mikil. 

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.