Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fráfarandi stjórnarfólk ÍSÍ

08.05.2021

Á hverju Íþróttaþingi verða einhverjar breytingar á skipan framkvæmdastjórnar ÍSÍ og svo var einnig á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst á föstudag sl. Fjórir einstaklingar gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í framkvæmdastjórn að þessu sinni, allt reynslumikið fólk sem starfað hefur lengi í íþrótthreyfingunni þó að þau eigi mismunandi langa setu að baki í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Sigríður Jónsdóttir, fráfarandi 1. varaforseti ÍSÍ, á að baki 25 ára samfellda setu í stjórn ÍSÍ, Lilja Sigurðardóttir sex ára stjórnarsetu og Þráinn Hafsteinsson fjögurra ára stjórnarsetu en öll hafa þau sinnt leiðtogastörfum innan hreyfingarinnar í áratugi og eru hvergi hætt á þeim vettvangi þó þau hætti nú stjórnarstörfum fyrir ÍSÍ.

Einnig urðu skipti á fulltrúa Íþróttamannanefndar ÍSÍ í framkvæmdastjórn ÍSÍ, þ.e. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud kemur inn í stað Dominiqua Ölmu Belányi sem setið hefur í framkvæmdastjórn síðastliðin tvö ár.

ÍSÍ þakkar þeim öllum fyrir frábær störf í þágu ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar í landinu og óskar þeim velfarnaðar í starfi og leik.

Á meðfylgjandi mynd er ofangreint fráfarandi stjórnarfólk ÍSÍ ásamt forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra.