Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar frestað til 2022

28.04.2021

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem fyrirhugað var að halda í Vuokatti í Finnlandi í desember næstkomandi, hefur verið frestað til 20.-25. mars 2022. 

Ákvörðunin um frestun hátíðarinnar var tekin með hliðsjón af erfiðri stöðu kórónuveirufaraldursins víða í Evrópu, með öryggi þátttakenda að leiðarljósi. Einnig er horft til þess að snjóstaða verði betri í marsmánuði í Finnlandi, með gæði viðburða í huga og minni kostnað við snjóframleiðslu. Þó verður keppt í íshokkí drengja í desember, eins og áður var ákveðið, til að tryggja þátttöku bestu íshokkíleikmanna Evrópu í þeim viðburði.

Áætlað er að um 1.800 ungmenni á aldrinum 14-18 taki þátt í hátíðinni, í níu íþróttagreinum. Þær eru alpagreinar, skíðaskotfimi, íshokkí, snjóbretti, skíðaganga, skíðastökk, skautahlaup, listskautar og norræn tvíkeppni.