Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Íslensk getspá 35 ára

26.04.2021

Aðalfundur Íslenskrar getspár var haldinn í dag á Grand Hótel Reykjavík.

Í ár eru 35 ár frá stofnun Íslenskrar getpár og verður þeim tímamótum fagnað síðar á árinu. Mikil áhersla er á aðhald, ábyrgð og stöðugleika í rekstri. Stefáni Konráðssyni framkvæmdastjóra Getspár og starfsfólki voru þökkuð vel unnin störf og árvekni í rekstri fyrirtækisins. Frá upphafi hefur Íslensk getspá skilað eignaraðilum sínum traustum og öruggum tekjum en fyrirtækið er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (46,67%), Öryrkjabandalags Íslands (40%) og Ungmennafélags Íslands (13,33%).

Fulltrúar ÍSÍ í stjórn Íslenskrar getspár kjörtímabilið 2021-2022 eru  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ.

Fulltrúar ÍSÍ á aðalfundinum voru Sigríður Jónsdóttir 1. varaforseti ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ, Knútur G. Hauksson framkvæmdastjórn ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.  Sigríður ávarpaði fundinn fyrir hönd ÍSÍ. Fundarstjóri var Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ.

Öryrkjabandalag Íslands fer með formennsku í stjórn fyrirtækisins 2021.

Myndir með frétt