Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Guðmundur endurkjörinn formaður HSÍ

13.04.2021

64. ársþing Handknattleikssambands Íslands fór fram í gær, 12.apríl í gegnum fjarfundarbúnað sökum samkomutakmarkanna. Yfir 70 einstaklingar úr handknattleikshreyfingunni tóku þátt í fundinum.
Velta HSÍ á árinu var rúmlega 249 milljónir kr. sem er um 50 milljónum kr. lægri frá árinu á undan. Hagnaður HSÍ árið 2020 var rúmar 53 milljónir kr. en þetta er þriðja árið í röð sem sambandið skilar hagnaði. Aukinn hagnaðar skýrist aðallega á samdrætti í verkefnum 2020 sem að hluta hafa færst yfir á árið 2021 auk þess sem mikið aðhald var í rekstri sökum Covid 19.  Mikil óvissa ríkir með rekstrarárið 2021 þar sem aukinn kostnaður er við ferðalög og sóttvarnir og óvissa með verkefni yngri landsliða í sumar.
Fimm lagabreytingar voru gerðar á þinginu með líflegum og málefnalegum umræðum, en engar stórar breytingar voru gerðar á starfsemi sambandsins.
Ársþing ákvað að fela stjórn HSÍ að skipa nefnd til að móta stefnu til framtíðar fyrir kvennahandboltann á Íslandi. Þá var uppfærð afreksstefna HSÍ samþykkt. 

Endurkjörin til næstu tveggja ára í stjórn sambandsins voru:
Guðmundur B. Ólafsson (formaður), Davíð B. Gíslason (varaformaður), Jón Viðar Stefánsson (markaðsnefnd) og Páll Þórólfsson (landsliðsnefnd karla). Lilja Lárusdóttir kemur inn sem nýr formaður fræðslu- og útbreiðslunefndar.
Fyrir í stjórn voru Arnar Þorkelsson (gjaldkeri), Reynir Stefánsson (dómaranefnd), Kristín Þórðardóttir (mótanefnd) og Guðríður Guðjónsdóttir (landsliðsnefnd kvenna). Kjörin í varastjórn voru Alfreð Örn Finnsson og ný inn koma Guðmundur Þór Jónsson og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.

Knútur G. Hauksson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Ársskýrslu HSÍ 2021 má finna í eftirfarandi slóð:

https://www.hsi.is/.../uploads/2021/04/Arsskyrsla-2021-1.pdf