Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga

18.03.2021

 

Úthlutað hefur verið úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands á árinu 2020. Til úthlutunar að þessu sinni voru 95 milljónir króna af þeim 127 milljónum sem ætlaðar voru til keppnisferða ársins 2020. 

Mótahald á árinu 2020 var í heildina gloppótt vegna þeirra sóttvarnaráðstafana sem í gildi hafa verið frá marsmánuði 2020 og færðist mótahald frá hausti 2020 og fram að áramótum að stórum hluta yfir á árið 2021. Aukið álag verður því á félögin í landinu á yfirstandandi keppnisári og ætla má að kostnaðarauki við keppnisferðir verði umtalsverður. Með hliðsjón af þessum einstöku aðstæðum ákvað framkvæmdastjórn ÍSÍ að úthluta ekki öllu framlaginu í sjóðnum og færa 32 milljónir á milli ára, til að koma til móts við þá tilfærslu sem varð á mótahaldi haustsins 2020. Verður þeirri upphæð úthlutað með framlagi ársins 2021 að loknu þessu keppnisári. Þess má geta að við opnun umsóknarsvæðisins haustið 2020 var settur inn á svæðið fyrirvari um að það gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins yrði ekki allt til úthlutunar. 

Að þessu sinni barst 191 styrkumsókn frá 91 íþróttafélagi úr 20 íþróttahéruðum, vegna 1.882 ferða í 17 íþróttagreinum vegna keppnisferða á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2020 og var heildarupphæð umsókna kr. 340.113.920,- .

Með því að smella á textann hér fyrir neðan má sjá skiptingu styrkja á milli íþróttahéraða og íþróttagreina:

Skipting á milli íþróttagreina.

Skipting á milli íþróttahéraða.