Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Fyrsta þing Bogfimisambands Íslands

18.03.2021Fyrsta bogfimiþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið þann 13. mars sl., í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Þingforseti var kjörinn Valdimar Leó Friðriksson sem stýrði þinginu með prýði. Guðmundur Örn Guðjónsson formaður BFSÍ kynnti ársskýrslu stjórnar og lagði fyrir afreksstefnu sem var samþykkt samhljóða. Albert Ólafsson gjaldkeri BFSÍ lagði fyrir ársreikninga og fjárhagsáætlun sem einnig voru samþykktar samhljóða. Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Guðmundur Örn Guðjónsson var kjörinn formaður til tveggja ára. Albert Ólafsson og Haraldur Gústafsson voru endurkjörnir sem meðstjórnendur til fjögurra ára.

Til varamanna voru kjörnir þeir Oliver Ormar Ingvarsson, Alfreð Birgisson og Sveinn Stefánsson. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Gunnar Bragason og Ólafur Gíslason.

Sjö af ellefu aðildarfélögum BFSÍ sáu sér fært að taka þátt á þinginu. Nýttu tveir aðilar sér tæknina og fylgdust með í gegnum fjarfundabúnað.

Myndir með frétt