Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ársþing GLÍ 2021

09.03.2021

Þann 6. mars sl. fór fram 57. ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ). Ásmundur H. Ásmundsson, Margrét Rún Rúnarsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Jana Lind Ellertsdóttir, Einar Eyþórsson og Hjörtur Elí Steindórsson komu ný inn í stjórn. Auk þeirra eru Svana Hrönn, formaður og Guðmundur Stefán Gunnarsson í stjórn GLÍ.

Í varastjórn eru Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir.

Guðjón Magnússon var sæmdur bronsmerki GLÍ fyrir hans glímustörf fyrir Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) og GLÍ. Kjartan Lárusson og Sigurjón Leifsson voru kjörnir Heiðursfélagar GLÍ, en mynd af þeim fylgir fréttinni.

Ársskýrsla 2020

Þinggerð 2021