Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

97. ársþing UMSK - Nýr formaður

02.03.2021

 
97. ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram þann 25. febrúar sl. rafrænt. Guðmundur Sigurbergsson var kosinn formaður UMSK, en hann tekur við af Valdimar Leo Friðrikssyni sem verið hefur formaður síðustu tuttugu ár.

Á þinginu var kosin ný stjórn fyrir UMSK. Í nýrri stjórn eru eftirfarandi: Guðmundur Sigurbergsson formaður. Í aðalstjórn: Pétur Örn Magnússon, Þorsteinn Þorbergsson, Lárus B. Lárusson og Halla Garðarsdóttir. Í varastjórn: Geirarður Long, Rakel Másdóttir og Margrét Dögg Halldórsdóttir.

Á þinginu voru Valdimar Leó og Magnús Gíslason, sem gengu báðir úr stjórn UMSK, sæmdir gullmerki UMSK fyrir störf sín.

Arnar Pétursson og Karen Sif Ársælsdóttir, bæði úr frjálsíþróttum, voru valin íþróttakarl og íþróttakona UMSK 2020 og fengu þau viðurkenningar sínar á þinginu.

Hvatningaverðlaun UMSK voru veitt á þinginu í fyrsta skipti. Stjórn UMSK var sammála um að veita klappstýruliði Stál-Úlfs verðlaunin í ár fyrir nýja og skemmtilega viðbót við keppnishald félagsins.

Meistarflokkur kvenna í knattspyrnu hjá Breiðablik var valinn Lið ársins en liðið vann Íslandsmeistaratitilinn á árinu 2020.

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.