Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

5. Þríþrautarþing ÞRÍ

02.03.2021

Fimmta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands (ÞRÍ) var haldið þann 27. febrúar sl. Hafsteinn Pálsson annar varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Kjörnir voru í aðalstjórn Ingi B. Poulsen og Jón Ágúst Gunnlaugsson til tveggja ára og Hákon Hrafn Sigurðsson til eins árs. Kjörnar voru í varastjórn Brynhildur Georgsdóttir, Rún Friðriksdóttir og Sædís Jónsdóttir til eins árs. Áfram situr í aðalstjórn Valerie Maier, forseti og Guðbjörg Jónsdóttir kjörnar til tveggja ára á fjórða þríþrautarþingi haldið 2020. Fráfarandi úr stjórn eru Aðalsteinn Friðriksson og Helgi Sigurgeirsson úr aðalstjórn og Sigurjón Ólafsson úr varastjórn.

Á þinginu voru meðal annars teknar fyrir breytingar á afreksstefnu ÞRÍ sem þingið samþykkti. Breytingar má finna hér á vefsíðu sambandssins.