Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Ólympíuleikarnir í Tókýó - Leiðbeiningar fyrir þátttakendur

17.02.2021

Nýlega birti skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 leiðbeiningar fyrir íþróttafólk og fylgdarfólk þeirra. Í leiðbeiningunum má sjá ítarlega áætlun skipulagsnefndarinnar til að tryggja þátttakendum Ólympíuleikanna og Paralympics, ásamt almenningi í Tókýó og Japan, öryggi og heilsu á meðan á leikunum stendur. Skjalið má sjá hér.

Ólympíuleikarnir fara fram þann 23. júlí til 8. ágúst 2021.

Þegar að 6 mánuðir voru til leika, þann 23. janúar sl., hófst áskorun á vegum Ólympíustöðvarinnar (Olymipc Channel) á TikTok sem kallast #OlympicsCountdown. Fólk er hvatt til þess að fagna því opinberlega að það sé aðeins hálft ár til Ólympíuleika og sýna hvernig það undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana. ÍSÍ hvetur íslenskt afreksíþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleikana að taka þátt og merkja sitt efni með #OlympicsCountdown.