Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fagnað

06.02.2021

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar átti að hefjast í dag í Vuokatti í Finnlandi, þann 6. febrúar og standa yfir til 13. febrúar 2021. Hátíðinni var frestað fyrir nokkrum mánuðum, en hún mun í staðinn fara fram dagana 11.-18. desember í ár. 

Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) ætlar að fagna deginum með rafrænum hætti. Hægt verður að hlusta á áhugaverð viðtöl við íþróttafólk, æfa með íþróttafólki í gegnum netið, taka fræðandi kannanir og fleira. Hægt er að fylgja EOC hér á Instagram og sjá allt það sem er að gerast næstkomandi viku. 

Gert er ráð fyrir um 1.800 keppendum frá 45 Evrópuþjóðum á hátíðina í desember. Keppnisgreinar eru alpagreinar, skíðaskotfimi, íshokkí, snjóbretti, skíðaganga, skíðastökk, skautahlaup, listskautar og norræn tvíkeppni. Unnið hefur verið markvisst að því að jafna kynjahlutfall keppenda á hátíðinni og verður nú keppt í fyrsta sinn í íshokkíi stúlkna. 

Líkt og á undangengnum hátíðum er fyrirhuguð þátttaka íslenskra ungmenna, en áætlanir miða við að íslenskir keppendur taki þátt í alpagreinum, skíðagöngu, snjóbrettum og listskautum.

#EYOFVuokatti2021 #EYOA #InspiringSportInEurope #ReadyToShine #Vuokatti2021VirtualWeek