Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Lífshlaupið 2021 er hafið

03.02.2021

Mikil gleði ríkti í Rimaskóla í morgun þegar Lífshlaupið var formlega sett af stað. Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastýra byrjaði á að bjóða gesti velkomna. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði svo gesti og hvatti börnin til þess að hreyfa sig og muna að vera með endurskinsmerki. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra flutti stutt ávarp og hvatti viðstadda til þess að hreyfa sig daglega, eins og hún sjálf hefur gert undanfarin 7 ár. Því næst tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri til máls en hann undirstrikaði mikilvægi hreyfingar við viðstadda og bað börnin um að hvetja foreldra sína til að vera duglegir að hreyfa sig.

Því næst afhendi Líney Rut Rimaskóla Lífshlaupsfánann sem Þóranna Rósa tók við fyrir hönd skólans.
Loks sýndu nokkrir nemendur úr Rimaskóla glæsilegt fimleikaatriði.

Lífshlaupið fór svo formlega af stað þegar viðstaddir tóku þátt í léttri þrautarbraut sem Jónína Ómarsdóttir íþróttakennari stjórnaði. Lilja Alfreðsdóttir og Dagur B. Eggertsson tóku þátt í þrautarbrautinni ásamt Þórönnu Rósu skólastjóra, Önnu Guðný kennara og hressum og duglegum nemendum í öðrum bekk.

Skemmtilegar myndir af opnunarhátíðinni er hægt að skoða hér á myndasíðu ÍSÍ.

Eins og ávallt hvetjur ÍSÍ alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum eða í skólanum.

Skráningarferlið er einfalt og þægilegt en fínar leiðbeiningar má finna hér og undir viðeigandi keppni vinstra megin. Gaman er að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni.

Myndir með frétt