Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

Viktor og Aldís Íþróttafólk Akureyrar 2020

21.01.2021

Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA er Íþróttakarl Akureyrar árið 2020 og skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir úr SA er Íþróttakona Akureyrar 2020.

Kjöri Íþróttamanns Akureyrar 2020 var lýst á verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og frístundaráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi. 14 aðildarfélög ÍBA tilnefndu alls 38 íþróttamenn úr sínum röðum, 17 íþróttakonur og 21 íþróttakarl. Úr þeim tilnefningum var svo kosið á milli 10 karla og 10 kvenna sem stjórn Afrekssjóðs hafði stillt upp.

Á athöfninni veitti frístundaráð Akureyrarbæjar viðurkenningar til 8 aðildarfélaga ÍBA vegna 140 Íslandsmeistara á síðasta ári og Afrekssjóður veitti 10 afreksefnum styrki. Samtals hlutu 20 einstaklingar afreksstyrki fyrir samtals rúmar 5 milljónir á athöfninni í kvöld/gær.

Aldís Kara er Íþróttakona Akureyrar annað árið í röð sem og Skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands annað árið í röð. Þannig skipar Aldís Kara sig í sessi sem besti skautari landsins. Á árinu 2020 keppti Aldís Kara á RIG2020 þar sem hún fékk 113.54 stig og náði lágmörkum á heimsmeistaramót unglinga í stuttu prógrami, þá í annað sinn á keppnistímabilinu. Á Norðurlandamótinu í Stavanger í Noregi fékk Aldís Kara 115.39 stig, sem er jafnframt hæsti stigafjöldi sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. Á mótinu náði Aldís Kara lágmarks stigum fyrir heimsmeistaramót unglinga í frjálsu prógrammi og varð þar af leiðandi fyrsti skautari Íslands sem nær þeim árangri. Aldís Kara keppti á heimsmeistaramóti unglinga í Tallin í Eistlandi. Þar stóð hún sig með prýði og endaði í 35. sæti af 48 keppendum.

Viktor á langan afreksferil að baki og er þetta í fimmta skipti sem hann er kjörinn Íþróttakarl Akureyrar. Á árinu 2020 varð Viktor í fyrsta sæti á Reykjavík International Games í klassískum kraftlyftingum. Á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sló Viktor eina Íslandsmetiđ sem hann átti ekki sjálfur í -120kg flokki, þegar hann lyfti 338kg. Viktor lenti í öðru sæti í stigakeppninni eftir harða baráttu við ríkjandi heimsmeistara í réttstöðulyftu. Viktor keppti í -105kg flokki á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum þar sem hann tvíbætti Íslandsmetin í bekkpressu og réttstöðulyftu og þríbætti íslandsmetin í samanlögðu. Viktor er stigahæsti klassíski kraftlyftingamaður ársins 2020 hjá Kraftlyftingasambandi Íslands.

Íþróttamaður Akureyrar 2020 - Úrslit

1. Viktor Samúelsson, KFA - 180 stig 1. Aldís Kara Bergsdóttir, SA - 202 stig
2. Miguel Mateo Castrillo, KA - 157 stig 2. Hafdís Sigurðardóttir, UFA - 160 stig
3. Þorbergur Ingi Jónsson, UFA - 144 stig 3. Gígja Guðnadóttir, KA - 123 stig
4. Júlíus Orri Ágústsson, ÞÓR - 125 stig 4. Ásdís Guðmundsdóttir, KA - 110 stig
5. Ingvar Þór Jónsson, SA - 116 stig 5. Arna Sif Ásgrímsdóttir, ÞÓR - 102 stig
6. Brynjar Ingi Bjarnason, KA - 101 stig 6. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA - 97 stig
7. Baldur Vilhelmsson, SKA - 95 stig 7. Hafdís Sigurðardóttir, HFA - 87 stig
8. Vignir Sigurðsson, LÉTTIR - 64 stig 8. Anna María Alfreðsdóttir, AKUR - 82 stig
9. Einar Sigurðsson, KKA - 63 stig 9. Karen María Sigurgeirsdóttir, KA - 70 stig
10. Lárus Ingi Antonsson, GA - 57 stig 10. Gígja Björnsdóttir, SKA - 69 stig


Þetta er í 42. sinn sem Íþróttamaður Akureyrar er kjörinn en það var fyrst gert árið 1979. Alls hafa 25 einstaklingar hlotið þetta sæmdarheiti, oftast allra júdókappinn Vernharð Þorleifsson, sjö sinnum alls.

Íþróttamenn Akureyrar 1979-2020:

1979 Gunnar Gíslason, handknattleikur og knattspyrna
1980 Haraldur Ólafsson, lyftingar
1981 Haraldur Ólafsson, lyftingar
1982 Nanna Leifsdóttir, skíði
1983 Nanna Leifsdóttir, skíði
1984 Halldór Ómar Áskelsson, knattspyrna
1985 Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíði
1986 Freyr Gauti Sigmundsson, júdó
1987 Halldór Ómar Áskelsson, knattspyrna
1988 Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíði
1989 Þorvaldur Örlygsson, knattspyrna
1990 Valdemar Valdemarsson, skíði
1991 Rut Sverrisdóttir, sund
1992 Freyr Gauti Sigmundsson, júdó
1993 Vernharð Þorleifsson, júdó
1994 Vernharð Þorleifsson, júdó
1995 Vernharð Þorleifsson, júdó
1996 Vernharð Þorleifsson, júdó
1997 Ómar Halldórsson, golf
1998 Vernharð Þorleifsson, júdó
1999 Vernharð Þorleifsson, júdó
2000 Ingvar Karl Hermannsson, golf
2001 Vernharð Þorleifsson, júdó
2002 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
2003 Andreas Stelmokas, handknattleikur
2004 Rut Sigurðardóttir, Tae Kwon Do
2005 Guðlaugur Már Halldórsson, akstursíþróttir
2006 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
2007 Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
2008 Rakel Hönnudóttir, fótbolti
2009 Bryndís Rún Hansen, sund
2010 Bryndís Rún Hansen, sund
2011 Bryndís Rún Hansen, sund
2012 Arna Sif Ásgrímsdóttir, knattspyrna
2013 Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir
2014 Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir
2015 Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
2016 Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
2016 Bryndís Rún Hansen, sund
2017 Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur
2017 Stephany Mayor, knattspyrna
2018 Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
2018 Hulda B. Waage, kraflyftingar
2019 Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
2019 Aldís Kara Bergsdóttir listhlaup
2020 Viktor Samúelsson, kraftlyftingar
2020 Aldís Kara Bergsdóttir, listhlaup