Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Nýjar alþjóðalyfjareglur taka gildi

04.01.2021

Þann 1. janúar sl. tóku gildi nýjar Alþjóðalyfjareglur (World Anti-Doping Code 2021) sem gilda munu næstu sex árin. Samhliða því tóku nýjar Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands gildi, en þær byggjast á Alþjóðalyfjareglunum.

Þar sem Lyfjaeftirlit Íslands er sjálfstæð lyfjaeftirlitsstofnun, taka Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands við af Lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamál og eru gildandi reglur í lyfjamálum á Íslandi.

Einnig tók gildi nýr bannlisti WADA (The Prohibited List) en hér má finna bæði lyfjareglurnar og bannlistann.

Helstu breytingar á lyfjareglunum verða kynntar sambandsaðilum á næstunni og einnig munu ÍSÍ og Lyfjaeftirlit Íslands í sameiningu vera sérsamböndum ÍSÍ innan handar vegna skipulagningar fræðslu um lyfjamál á árinu 2021.

Ef einhverjar spurningar vakna, þá má hafa samband við Birgi Sverrisson, framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlits Íslands, birgir@lyfjaeftirlit.is og í síma 5144022.