Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Úrslitin úr kjöri SÍ um Íþróttamann ársins 2020 kynnt í beinni útsendingu

29.12.2020

Samtök íþróttafréttamanna munu upplýsa um úrslitin úr kjöri þeirra á Íþróttamanni ársins í beinni útsendingu úr stúdiói RÚV kl. 19:40 í kvöld, 29. desember, en ekki reyndist unnt að halda hóf þeirra með hefðbundnum hætti vegna samkomutakmarkanna. Verður þetta í 65. skiptið sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna. Þrjátíu meðlimir úr samtökunum tóku þátt í kjörinu og hefur verið birtur listi (í stafrófsröð) yfir þá tíu efstu í kjörinu þetta árið:

Anton Sveinn McKee, sundmaður
Aron Pálmarsson, handknattleiksmaður
Bjarki Már Elísson, handknattleiksmaður
Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona
Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttamaður
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður
Ingibjörg Sigurðardóttir, knattspyrnukona
Martin Hermannsson, körfuknattleiksmaður
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona
Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleiksmaður

Að auki hafa Samtök íþróttafréttamanna birt lista yfir þá þrjá þjálfara sem hlutu flest atkvæði í kjöri um Þjálfara ársins 2020 og þau lið sem efst voru í kjöri um Lið ársins 2020:

Þjálfarar:
Arnar Þór Viðarsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Heimir Guðjónsson

Lið ársins: 
Kvennalið meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu
Landslið karla U21 í knattspyrnu
A-landslið kvenna í knattspyrnu