Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Þór á Akureyri Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

22.12.2020

Íþróttafélagið Þór á Akureyri fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ föstudaginn 18. desember. Alls fengu fjórar deildir viðurkenninguna; knattspyrnudeild, handknattleiksdeild, körfuknattleiksdeild og hnefaleikadeild.

Það voru þeir Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhentu fulltrúum aðalstjórnar og deilda viðurkenningarnar í Hamri, félagsaðstöðu Þórs. Myndina tók Páll Jóhannesson en á henni eru frá vinstri, Orri Stefánsson fulltrúi handknattleiksdeildar, Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ, Gestur Arason fulltrúi knattspyrnudeildar, Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, Daníel Andri Halldórsson fulltrúi körfuknattleiksdeildar, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs og Jón Stefán Jónsson íþróttafulltrúi Þórs sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd hnefaleikadeildar.