Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Viktor sýnir frá degi í sínu lífi

08.12.2020

Þann 9. desember nk. ætlar Viktor Samúelsson, stigahæsti kraftlyftingamaður Íslands og Íþróttamaður Akureyrar 2019, að taka yfir story á Instagrami ÍSÍ.

Viktor varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum árið 2019 og náði 4. sæti í -120 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum. Hann er jafnframt stigahæsti kraftlyftingamaður Íslands frá upphafi samkvæmt nýju stigakerfi Alþjóðakraftlyftingasambandsins, en hans besti árangur er 385 kg hnébeygju, 312.5 kg bekkpressu, 338 kg í réttstöðulyftu og 1010 kg í samanlögðu.

Viktor var einnig kjörinn Íþróttamaður Akureyrar árin 2015 og 2018, en árið 2015 vann hann það afrek að verða yngstur Íslendinga til að lyfta 300 kg í bekkpressu. Viktor hefur síðastliðin ár verið ofarlega á heimslista í sínum þyngdarflokki, en meðal afreka hans má nefna bronsverðlaun samanlagt og bronsverðlaun í bekkpressu í -120 kg flokki á heimsmeistaramóti ungmenna 2015. Hann er einnig ofarlega á Evrópulistanum og sá fremsti á Norðurlöndum.

Fylgstu með degi í lífi Viktors hér á Instagrami ÍSÍ á morgun, miðvikudaginn 9. desember.