Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ - Guðni Valur Guðnason

04.12.2020

Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari, margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kringlukasti er fimmti gestur Verum hraust – Hlaðvarps ÍSÍ.

Guðni Valur setti Íslandsmet á árinu 2020 er hann kastaði kringlunni 69,35 m., en það er einnig fimmta lengsta kast ársins í heiminum á árinu. Guðni Valur hefur keppt á Evrópu- og heimsmeistaramótum sem og Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd frá árinu 2015. Hann sigraði kringlukastskeppnina á Smáþjóðaleikunum árin 2015 með kast upp á 56,40 m og 2017 með kast upp á 59,98 m og náði 2. sætinu árið 2019. Guðni Valur keppti á EM árið 2018 og var einungis 83 cm frá því að komast í úrslit. Guðni átti þá stigahæsta afrek Íslendings ársins samkvæmt stigatöflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF).

Í viðtalinu, sem tekið er af Kristínu Birnu Ólafsdóttur, talar Guðni um ferilinn, æfingar, lífið, áskoranir og markmið komandi ára.

Viðtalið má sjá hér á Youtube-síðu ÍSÍ.

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ er aðgengilegt á öllum helstu veitum, Spotify og Apple iTunes. Einnig má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.