Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Formannsskipti hjá UMSS

03.12.2020

Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) fór fram í gegnum Microsoft Teams 24. nóvember sl.
Um 35 þingfulltrúar sóttu þingið. Klara Helgadóttir gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið og var Gunnar Þór Gestsson kjörinn nýr formaður sambandsins. Gunnar Þór hefur gegnt embætti varaformanns UMSS síðustu tvö árin en hann hefur í gegnum árin verið virkur í leiðtogastörfum í íþróttahreyfingunni heima í héraði, meðal annars sem formaður Umf. Tindastóls, en einnig á vettvangi Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) þar sem hann er nú meðlimur stjórnar og í nefndarstörfum á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) í gegnum árin.

Á þinginu var einnig Sara Gísladóttir kjörin varaformaður sambandsins.

Aðeins ein tillaga lá fyrir þinginu, þ.e. fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, en stærsta verkefnið sem framundan er hjá sambandinu er undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ árið 2022. Mótið átti að vera á Sauðárkróki á næsta ári en frestaðist um ár vegna kórónuveirunnar.