Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Alþjóðadagur barna í dag

20.11.2020

Í dag, 20. nóvember, er alþjóðadagur barna haldinn hátíðlegur. Í dag fögnum við saman öllum þeim árangri sem náðst hefur í að bæta stöðu barna um allan heim. Saman berjumst við fyrir réttlátari heimi fyrir öll börn, á hverjum einasta degi.

Markmið dagsins er að gefa börnum og ungmennum orðið og skapa vettvang fyrir þau til að láta í sér heyra og segja heiminum hvað skiptir þau máli.

Í dag er einnig 31. árs afmæli Barnasáttmálans, en hann var undirritaður og fullgiltur af Sameinuðu þjóðunum þann 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu hópur sem hafi sjálfstæð réttindi óháð foreldrum eða forsjáraðilum og að þau þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu.

Á árinu gáfu Barnaheill, Umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi í samstarfi við Menntamálastofnun, nýtt efni með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða veggspjald og bækling þar sem greinar Barnasáttmálans eru settar fram á aðgengilegan máta fyrir alla, fullorðna og börn.

Veggspjald pdf