Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
17

Íþróttaboðorðin 10

18.11.2020

Íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar verður heimilað á ný í dag 18. nóvember og því ber að fagna. Íþróttir eru vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi en rúmlega níu af hverjum tíu börnum stunda íþróttir með íþróttafélagi einhvern tímann á ævinni. Á Íþróttaþingi ÍSÍ 2015 var barna- og unglingastefna ÍSÍ endurskoðuð en hún var fyrst samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 1996. Í stefnunni er mikil áhersla lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og að leikurinn spili stóran sess. Barna- og unglingastefnunni til stuðnings voru Íþróttaboðorðin tíu mörkuð.

Hér má sjá stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga. 

Hér má nálgast bæklinginn Íþróttir - Barnsins vegna.