Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ - Anton Sveinn McKee

10.11.2020

Anton Sveinn McKee, margverðlaunaður sundmaður og Íslandsmethafi, er í besta formi lífs síns um þessar mundir og er fyrsti gestur Verum hraust - Hlaðvarps ÍSÍ. Hann er tvöfaldur Ólympíufari og stefnir á sína þriðju Ólympíuleika í Tókýó 2021, en hann er jafnframt eini Íslendingurinn sem náð hefur lágmarki á þá leika. Anton Sveinn er atvinnumaður í sundi, en hann keppir fyrir kanadíska félagið Toronto Titans. Stuttu fyrir viðtalið í nóvember 2020 setti Anton fjögur Íslandsmet og tvö Norðurlandamet þegar að hann keppti á International Swimming League mótaröðinni í Búdapest fyrir Toronto Titans.

Í viðtalinu, sem tekið er af Rögnu Ingólfsdóttur verkefnastjóra kynningarmála hjá ÍSÍ, talar Anton um markmiðasetningu, réttindi íþróttafólks, daglegar æfingar sínar, af hverju hann hætti tímabundið á samfélagsmiðlum og fleira.

Viðtalið má sjá hér á Youtube-síðu ÍSÍ.

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ er aðgengilegt á öllum helstu veitum, Spotify og Apple iTunes. Einnig má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan. 

 
Mynd: Mike Lewis.