Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Eitt ár frá fyrstu Strandarleikunum

12.10.2020

Fyrstu Strandarleikar Heimssambands Ólympíunefnda (ANOC World Beach Games) voru haldnir í Quatar 11.-16. október 2019. Fagnar ANOC því nú að ár sé liðið frá setningarathöfn leikanna og útbjó myndband með myndum frá leikunum til kynningar. Myndbandið má sjá hér neðst í fréttinni.

Á leikunum fór fram keppni í 14 íþróttagreinum og kepptu 1237 íþróttamenn frá 97 löndum sín á milli. Íþróttagreinarnar sem keppt var í eru meðal annarra hjólabretti, brimbretti og 3x3 körfubolti. Ísland sendi ekki keppendur á fyrstu Strandarleikana.