Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins

08.10.2020

 

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram:

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt áherslu á að stöðva íþróttir og líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu næstu 2 vikurnar til að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum sem eykur líkur á dreifingu smits og hugsanlega auknu álagi á heilbrigðiskerfið.

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins tekið þá ákvörðun að stöðva allt íþróttastarf og kennslu sem fram fer innandyra á þeirra vegum frá og með deginum í dag til 19. október. Öll íþróttakennsla mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Sundlaugar verða enn fremur lokaðar fyrir almenning og skólasund fellur niður. 

Fréttatilkynninguna í heild sinni má lesa hér.