Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Heiðranir á þingi FRÍ

07.10.2020


ÍSÍ heiðraði fjóra einstaklinga fyrir góð störf í þágu frjálsíþróttahreyfingarinnar á ársþingi Frjálsíþróttasambands Íslands sem haldið var í Hafnarfirði dagana 2. - 3. október sl.

Gunnar Svavarsson var sæmdur Gullmerki ÍSÍ en Gunnar hefur verið afar virkur í starfi frjálsíþróttahreyfingarinnar, meðal annars sem stjórnarmaður FRÍ frá árinu 2016. Gunnar var lykilmaður í því að frjálsíþróttahús í Hafnarfirði varð að veruleika en fyrir utan störf fyrir FRÍ þá hefur hann verið ötull sjálfboðaliði í öðrum íþróttagreinum. Gunnar hefur einnig staðið fyrir uppbyggingu knattspyrnuaðstöðu á Litla-Hrauni og stutt þar dyggilega við íþróttastarfið. Hann hefur einnig starfað í nefndum og ráðum á vegum ÍSÍ.

Eggert Bogason, Ragnheiður Ólafsdóttir og Björn Pétursson voru öll sæmd Silfurmerki ÍSÍ fyrir þeirra góðu störf í þágu frjálsíþrótta og þá ekki síst á vettvangi FH.

Það var Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd ÍSÍ.


Myndir með frétt