Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Harðari sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu

06.10.2020

 

Heilbrigðisráðherra hefur birt breytingar á reglugerð um samkomutakmarkanir sem gilda á höfuðborgarsvæðinu, eða nánar tiltekið í sveitarfélögunum Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnar­fjarðar­kaupstað, Garðabæ og Kópavogsbæ.

Heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi á morgun, 7. október. Samkomutakmarkanir sem kynntar voru í gær gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími þessara takmarkana er til og með 19. október.

Helstu atriði er tengjast íþróttastarfi má lesa hér að neðan - frétt með nánari upplýsingum má finna á heimasíðu stjórnarráðsins - sjá hér.

Hertar takmarkanir fela í sér eftirfarandi:
Nálægðarmörk 2 metrar: Nálægðarmörk verða 2 metrar.
Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum. 

Börn fædd 2005 og síðar:
Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er  heimil. 
Keppnisviðburðir: Keppnisviðburðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
Nálægðar- og fjöldamörk: Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.