Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Leiðbeiningar vegna áhorfenda

22.09.2020

 

Í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra frá 7. september s.l. hefur ÍSÍ gefið út til sérsambanda sinna uppfærðar leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum. Áhorfendur eru leyfðir með því skilyrði að 1 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 200 manns að hámarki í hverju rými. Rými þurfa að vera algjörlega aðskilin með a.m.k. 2 metra háu skilrúmi eða 2 metra bili sem ekki er hægt að fara yfir. Hvert skilgreint rými þarf að hafa eigin inngang og útgang og enginn samgangur er heimilaður á milli rýma. Miðasala, salerni, veitingasala og önnur þjónusta sem í boði er skal vera aðskilin fyrir hvert rými fyrir sig. 

Stærsta breytingin frá fyrri leiðbeiningum er að börn 15 ára og yngri telja í fjöldatölu í áhorfendarýmum. Þannig að samkvæmt nýjum reglum er hámark í áhorfendasvæði 200 sem fyrr - en að meðtöldum börnum 15 ára og yngri. Auk þess þarf að vera samráð milli mótshaldara og sérsambands um sóttvarnarsvæði og áætlaðan áhorfendafjölda í hverju mannvirki. Leiðbeiningunum fylgja viðmið um hversu margir áhorfendur geta komist fyrir í áhorfendasvæði þannig að 1m fjarlægðarviðmið séu uppfyllt.

Leiðbeiningarnar má finna hér, megin tilgangur þeirra er að auðvelda mótshöldurum að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til áhorfendasvæða og fjölda í þeim.